
Glens og grín er okkar fag
Sirkus Ananas er listamannateymi sem sérhæfir sig í sirkustengdum skemmtunum. Við erum með atriði og uppákomur í boði sem henta fyrir allskyns tækifæri; barnaskemmtanir, bæjarhátíðir, árshátíðir, og allt þar á milli.

Skemmtun fyrir ýmsa viðburði




Sýningar

Mikilvæg mistök
Þetta sumarið erum við bara með eina sýningu í boði sem er Mikilvæg Mistök.
Sýningin er eins manns 20 mínútna sirkussýningu fyrir leikskólaaldurinn í sýningunni er notast við sirkusáhöld sem börnin tengja við eins og bolta, kubba og sápukúlur.
Með mér í sýningunni er ,,amma gamla” leikin af brúðu sem hvetur mig áfram og sýnir mér að það sé allt í lagi ef eitthvað fer úrskeiðis, mistök séu mikilvægur partur af því að læra.
Sýningin lítil í sniði svo hún passar vel innandyra á leikskólum en getur líka verið sýnd úti, sýningin var gerð með leikskóla í huga en hefur virkað vel fyrir allt að 5.bekk grunnskóla
Gerð sýningarinnar var styrkt af launasjóði listamanna.
Verð: 70.000kr og er 20 mínútur.






Vinnustofa í sirkus
Við komum með alls konar sirkusáhöld og búum til leiksvæði þar sem allir geta prófað, æft sig og skemmt sér saman. Vinnustofurnar henta jafnt börnum sem fullorðnum – hvort sem fólk hefur reynslu eða vill bara leika sér og læra eitthvað nýtt.
Á staðnum verður hægt að prófa meðal annars:
Húllahringi
Djögglbollta
Poi
Blómaprik
Snúningadiska
Jafnvægisfjaðrir
Við leggjum áherslu á gleði, þátttöku og sköpun. Engin pressa, bara gaman!
⭐⭐⭐⭐⭐ Umsagnir ⭐⭐⭐⭐⭐
„Sirkus Ananas kom með alveg ótrúlegra sýningu á vorhátíðina á leikskólanum okkar. Allir voru heillaðir, bæði börn og fullorðnir.“
María Halldórsdóttir
„Við fengum Sirkus Ananas til að halda sirkusvinnustofu, og hún var algjörlega frábær! Krakkarnir lærðu nýja hluti á meðan þau skemmtu sér konunglega.“
Jón Helgason
„Sirkus Ananas vakti mikla lukku með sýninguna og þegar þau voru að labba um í karakter fyrir sýningun.“
Hanna Björnsdóttir
Um teymið

Daníel Sigríðarson
Daniel sérhæfir sig í jöggli og jafnvægislistum, en stundar það einnig að henda fólki upp í loftið.

Urður Ýrr
Urður sérhæfir sig í loftfimleikum, en stundar það einnig að láta henda sér upp í loftið.

Kristinn Andersen
Kristinn er sirkusmaður og töframaður, hann hefur áhuga á ýmsum áhættuatriðum eins og að gleypa eld og borða gler.