Glens og grín er okkar fag

Sirkus Ananas er listamannateymi sem sérhæfir sig í sirkustengdum skemmtunum. Við erum með atriði og uppákomur í boði sem henta fyrir allskyns tækifæri; barnaskemmtanir, bæjarhátíðir, árshátíðir, og allt þar á milli.

Skemmtun fyrir ýmsa viðburði

Sýningar

Glappakast

Tveggja manna sirkussýning sem er með djöggl, akróbatík, loftfimleika og fullt af gríni, passar vel við allskonar fjölskylduskemmtanir.

Mikilvæg mistök

Mikilvæg mistök er litla og krúttlega sýningin okkar þar sem hún er gerð sérstaklega fyrir leikskóla og er bara eins manns sýning þar sem við lærum að það er mikilvægt að leyfa sér að gera stundum mistök.

Springum út

Springum út er nýjasta sýningin okkar sem er hægt að fá í tveggja eða þriggja manna útgáfu sem hentar betur á stærri viðburðum.

Önnur skemmtun

Um teymið

Daníel Sigríðarson

Daniel sérhæfir sig í jöggli og jafnvægislistum, en stundar það einnig að henda fólki upp í loftið. 

Urður Ýrr

Urður sérhæfir sig í loftfimleikum, en stundar það einnig að láta henda sér upp í loftið. 

Kristinn Andersen

Kristinn er sirkusmaður og töframaður, hann hefur áhuga á ýmsum áhættuatriðum eins og að gleypa eld og borða gler.

Sendu okkur skilaboð

    Scroll to Top