






Vinnustofa í sirkus
Við komum með alls konar sirkusáhöld og búum til leiksvæði þar sem allir geta prófað, æft sig og skemmt sér saman. Vinnustofurnar henta jafnt börnum sem fullorðnum – hvort sem fólk hefur reynslu eða vill bara leika sér og læra eitthvað nýtt.
Á staðnum verður hægt að prófa meðal annars:
Húllahringi
Djögglbollta
Poi
Blómaprik
Snúningadiska
Jafnvægisfjaðrir
Við leggjum áherslu á gleði, þátttöku og sköpun. Engin pressa, bara gaman!